Pistill: Topp 10 – ’07

Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum á klakanum, þá vel ég ALDREI mínar Topp 10 myndir ársins eftir því hvenær þær voru frumsýndar hérna, heldur eftir jú, auðvitað framleiðsluári.

Persónulega finnst mér hálf bjánalegt að gera topplista sem miðar við frumsýningu á Íslandi. Það meikar ekkert sense og það gæti þar að auki orðið ruglandi eftir nokkur ár þegar að maður lítur aftur.


Ég tók eftir því að blaðið Verðandi útbjó lista yfir bestu myndir 2007, en á þessum lista voru myndir eins og Little Miss Sunshine (sem kom í byrjun janúar… Munaði nokkrum dögum! Come on!!) og Pan’s Labyrinth… Þær eru báðar á lista hjá mér yfir 2006 myndir, en ’07 er bara silly.

Topp5.is gerðu sömu mistök með að setja Letters from Iwo Jima í toppsætið sem besta (ath. BESTA) mynd ársins 2007.

Ekkert sense í þessu.


Já nei, frekar kýs ég að bíða nokkra mánuði eftir að ég hef séð flesta þá titla sem ég hef ætlað mér. Smá bið sakar engann og það er ekkert sem segir að þú þurfir að búa til listann um áramótinn. Pfff…


Ég er kominn með minn lista allavega, þó á ég enn eftir að sjá There Will Be Blood, Gone Baby Gone og Jesse James. Ef að einhver þessara mynda verður algjört möst a endanum, þá geri ég að sjálfsögðu algjöra undantekningu og kem henni fyrir á listann.


Byrjum nú aftast.


10. KNOCKED UP

– Næst-fyndnasta mynd ársins. Myndin er bæði gróf og skemmtileg, en í þokkabót er myndin talsvert „sæt“ og tveggja tíma lengdin hjálpar til að byggja upp persónur sem þér er alls ekki sama um.


9. MICHAEL CLAYTON

– Frábært handrit, góður leikur og bara ákaflega góður dramaþriller almennt. Clooney hefur sjaldan verið betri.


8. HOT FUZZ

– Fyndnasta mynd ársins. Brjálaður hasar og mergjaður stíll.


7. THE MIST

– Með öllum líkindum óvæntasta mynd ársins. Þrusugóð mynd að nærri öllu leyti og endirinn er ógleymanlegur.


6. LUST, CAUTION

– Erfið mynd til þess að horfa á og melta. Hún er samt svo dáleiðandi og djúp að ég efa það að ég gleymi henni í bráð.


5. SUNSHINE

– Vísindaskáldskapur i hæstu gæðum. Vel leikin og grípandi mynd út í gegn. Stíllinn fær líka góðan plús.


4. THE KITE RUNNER

– Engar brellur, engin fræg nöfn, bara dúndurgóð og afar heillandi saga. Brilliant leikstjórn og stórleikur hjá öllum.


3. HARRY POTTER & THE ORDER OF THE PHOENIX

– Óvenjulegt val, já. En besta mynd sumarsins jafnóðum og hugsanlega skemmtilegasta ævintýramynd síðari ára. Hún stóðst allar þær kröfur sem ég geri til góðrar fantasíumyndar.


2. ZODIAC

– Mjöööög tæpur munur á milli þessarar og nr. 1. Fincher klikkar ekki. Frábær mynd.


1. NO COUNTRY FOR OLD MEN

– Sá hana fyrst, fannst hún frábær. Sá hana aftur, fannst hún meistaraverk! Ógleymanleg mynd!



Þar hafið þið það.

Pistill: Topp 10 – '07

Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum á klakanum, þá vel ég ALDREI mínar Topp 10 myndir ársins eftir því hvenær þær voru frumsýndar hérna, heldur eftir jú, auðvitað framleiðsluári.

Persónulega finnst mér hálf bjánalegt að gera topplista sem miðar við frumsýningu á Íslandi. Það meikar ekkert sense og það gæti þar að auki orðið ruglandi eftir nokkur ár þegar að maður lítur aftur.


Ég tók eftir því að blaðið Verðandi útbjó lista yfir bestu myndir 2007, en á þessum lista voru myndir eins og Little Miss Sunshine (sem kom í byrjun janúar… Munaði nokkrum dögum! Come on!!) og Pan’s Labyrinth… Þær eru báðar á lista hjá mér yfir 2006 myndir, en ’07 er bara silly.

Topp5.is gerðu sömu mistök með að setja Letters from Iwo Jima í toppsætið sem besta (ath. BESTA) mynd ársins 2007.

Ekkert sense í þessu.


Já nei, frekar kýs ég að bíða nokkra mánuði eftir að ég hef séð flesta þá titla sem ég hef ætlað mér. Smá bið sakar engann og það er ekkert sem segir að þú þurfir að búa til listann um áramótinn. Pfff…


Ég er kominn með minn lista allavega, þó á ég enn eftir að sjá There Will Be Blood, Gone Baby Gone og Jesse James. Ef að einhver þessara mynda verður algjört möst a endanum, þá geri ég að sjálfsögðu algjöra undantekningu og kem henni fyrir á listann.


Byrjum nú aftast.


10. KNOCKED UP

– Næst-fyndnasta mynd ársins. Myndin er bæði gróf og skemmtileg, en í þokkabót er myndin talsvert „sæt“ og tveggja tíma lengdin hjálpar til að byggja upp persónur sem þér er alls ekki sama um.


9. MICHAEL CLAYTON

– Frábært handrit, góður leikur og bara ákaflega góður dramaþriller almennt. Clooney hefur sjaldan verið betri.


8. HOT FUZZ

– Fyndnasta mynd ársins. Brjálaður h
asar og mergjaður stíll.


7. THE MIST

– Með öllum líkindum óvæntasta mynd ársins. Þrusugóð mynd að nærri öllu leyti og endirinn er ógleymanlegur.


6. LUST, CAUTION

– Erfið mynd til þess að horfa á og melta. Hún er samt svo dáleiðandi og djúp að ég efa það að ég gleymi henni í bráð.


5. SUNSHINE

– Vísindaskáldskapur i hæstu gæðum. Vel leikin og grípandi mynd út í gegn. Stíllinn fær líka góðan plús.


4. THE KITE RUNNER

– Engar brellur, engin fræg nöfn, bara dúndurgóð og afar heillandi saga. Brilliant leikstjórn og stórleikur hjá öllum.


3. HARRY POTTER & THE ORDER OF THE PHOENIX

– Óvenjulegt val, já. En besta mynd sumarsins jafnóðum og hugsanlega skemmtilegasta ævintýramynd síðari ára. Hún stóðst allar þær kröfur sem ég geri til góðrar fantasíumyndar.


2. ZODIAC

– Mjöööög tæpur munur á milli þessarar og nr. 1. Fincher klikkar ekki. Frábær mynd.


1. NO COUNTRY FOR OLD MEN

– Sá hana fyrst, fannst hún frábær. Sá hana aftur, fannst hún meistaraverk! Ógleymanleg mynd!



Þar hafið þið það.