Stuttmyndakeppni ÍKSA & Landsbankans

ÍKSA (Íslenska kvikmynda og sjónvarps akademían) og Landsbankinn standa fyrir stuttmyndakeppni ungs fólks. Hæfar til keppni eru stuttmyndir sem gerðar hafa verið á síðusta ári af ungu fólki á aldrinum 15-25 ára og miðast aldursmörk við 1. nóvember 2006. Einstaklingum, hópum og félögum sem ekki hafa, eða hafa haft,atvinnu af kvikmyndagerð er heimilt að senda myndir í keppnina. Valið verður í undanúrslit úr innsendum verkum þær myndir sem þykja skara fram úr að gæðum.

Skilafrestur á myndum er til kl. 17:00 þann 1. nóvember næstkomandi og þá tekur til starfa 3 manna dómnefnd sem velur þær 3 myndir sem keppa um Hvatningaverðlaunin. Dómnefndin mun skipuð 3 einstaklingum sem standa framarlega í kvikmyndagerð á Íslandi og mun hún skoða öll þau verk sem berast og fjalla um þau.

Á Edduhátíðinni þann 19. nóvember 2006, verða Hvatningaverðlaun Landsbankans veitt í annað sinn. Hvatningaverðlaun Landsbankans eru veitt í Stuttmyndakeppni IKSAog verða úrslit kunngjörð í beinni útsendingu Sjónvarpsins frá Edduhátíðinni. Fjallað verður um öll innsend verk og munu viðmið dómnefndar byggja á þáttum eins og sköpun, meðferð tæknilegra þátta, frásagnarstíl og frumleika.Myndirnar skulu ekki vera meira en 20 mínútur að lengd og mega ekki innihalda efni sem telst til kláms, tilhæfulauss ofbeldis, auglýsingar eða annars sem telst geta varðað við lög. Þær skal senda inn í 5 eintökum á formatti sem er útsendingarhæft og í ásættanlegum gæðum fyrir net og sjónvarp. Undanúrslit verða gerð opinber þann 10. nóvember. Þær myndir sem keppa til verðlaunanna verða sýndar, í heild eða hluta, í Sjónvarpinu sunnudaginn 12. nóvember. Einnig verða þær til sýnis á netinu vikuna fyrir Edduhátíðina og þar mun almenning gefast kostur á að skoða þær og síðan greiða um þær atkvæði sem vega munu 35% í endanlegu atkvæðagildi. Þegar atkvæðagreiðslu á netinu er lokið mun dómnefnd aftur taka til starfa og fjalla um myndirnar 3. Ákvörðun dómnefndar vegur 65% á móti 35% netkosningu í endanlegu vali á verðlaunaþega. Sú mynd sem ber sigur úr býtum hlýtur Hvatningaverðlaun Landsbankans en þau eru afar eftirsóknarverð tæki sem veitt verða sigurvegaranum til eignar. Enn fremur veitir Íslenska kvikmynda- og skjónvarpsakademían viðurkenningarskjal.

Sá sem skráir verk til keppni skal hafa til þess umboð frá öðrum rétthöfum. Viðkomandi skal tilgreina í nafni hvers sótt er um þátttöku og tilgreina hverjir standa að verkinu. Skráningareyðublaði fylgir skilmálablað þar sem upplýsingar um höfundarrétt og leyfisveitingar koma fram og er það forsenda þátttöku að þær upplýsingar séu lesnar og að kvöðum sem þar koma fram sé framfylgt.

Þar sem myndirnar sem valdar eru í undanúrslit verða sýndar á opinberum vettvangi skulu gilda um þær almennar velsæmisreglur. Engin sérstök ákvæði eru sett fram um form og efnistök en komi upp vafamál sem tengjast innihaldi, formi, efnistökum eða vafamál annars eðlis áskilur stjórn IKSA sér ákvörðunarvald til þess að skera úr um þau.

MYNDUM, 5 EINTÖK Á VHS EÐA DVD, SKAL SKILAÐ INN ÁSAMT ÚTFYLLTUM OG UNDIRRITUÐUM EYÐUBLÖÐUM Á SKRIFSTOFU KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS, TÚNGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK FYRIR KL. 17:00 ÞANN 1. NÓVEMBER 2006.

Nánari upplýsingar: http://logs.is/Forsida/Edda/StuttmyndakeppniIKSA/view.aspx?.

Stuttmyndakeppni ÍKSA & Landsbankans

ÍKSA (Íslenska kvikmynda og sjónvarps akademían) og Landsbankinn standa fyrir stuttmyndakeppni ungs fólks. Hæfar til keppni eru stuttmyndir sem gerðar hafa verið á síðusta ári af ungu fólki á aldrinum 15-25 ára og miðast aldursmörk við 1. nóvember 2006. Einstaklingum, hópum og félögum sem ekki hafa, eða hafa haft,atvinnu af kvikmyndagerð er heimilt að senda myndir í keppnina. Valið verður í undanúrslit úr innsendum verkum þær myndir sem þykja skara fram úr að gæðum.

Skilafrestur á myndum er til kl. 17:00 þann 1. nóvember næstkomandi og þá tekur til starfa 3 manna dómnefnd sem velur þær 3 myndir sem keppa um Hvatningaverðlaunin. Dómnefndin mun skipuð 3 einstaklingum sem standa framarlega í kvikmyndagerð á Íslandi og mun hún skoða öll þau verk sem berast og fjalla um þau.

Á Edduhátíðinni þann 19. nóvember 2006, verða Hvatningaverðlaun Landsbankans veitt í annað sinn. Hvatningaverðlaun Landsbankans eru veitt í Stuttmyndakeppni IKSAog verða úrslit kunngjörð í beinni útsendingu Sjónvarpsins frá Edduhátíðinni. Fjallað verður um öll innsend verk og munu viðmið dómnefndar byggja á þáttum eins og sköpun, meðferð tæknilegra þátta, frásagnarstíl og frumleika.Myndirnar skulu ekki vera meira en 20 mínútur að lengd og mega ekki innihalda efni sem telst til kláms, tilhæfulauss ofbeldis, auglýsingar eða annars sem telst geta varðað við lög. Þær skal senda inn í 5 eintökum á formatti sem er útsendingarhæft og í ásættanlegum gæðum fyrir net og sjónvarp. Undanúrslit verða gerð opinber þann 10. nóvember. Þær myndir sem keppa til verðlaunanna verða sýndar, í heild eða hluta, í Sjónvarpinu sunnudaginn 12. nóvember. Einnig verða þær til sýnis á netinu vikuna fyrir Edduhátíðina og þar mun almenning gefast kostur á að skoða þær og síðan greiða um þær atkvæði sem vega munu 35% í endanlegu atkvæðagildi. Þegar atkvæðagreiðslu á netinu er lokið mun dómnefnd aftur taka til starfa og fjalla um myndirnar 3. Ákvörðun dómnefndar vegur 65% á móti 35% netkosningu í endanlegu vali á verðlaunaþega. Sú mynd sem ber sigur úr býtum hlýtur Hvatningaverðlaun Landsbankans en þau eru afar eftirsóknarverð tæki sem veitt verða sigurvegaranum til eignar. Enn fremur veitir Íslenska kvikmynda- og skjónvarpsakademían viðurkenningarskjal.

Sá sem skráir verk til keppni skal hafa til þess umboð frá öðrum rétthöfum. Viðkomandi skal tilgreina í nafni hvers sótt er um þátttöku og tilgreina hverjir standa að verkinu. Skráningareyðublaði fylgir skilmálablað þar sem upplýsingar um höfundarrétt og leyfisveitingar koma fram og er það forsenda þátttöku að þær upplýsingar séu lesnar og að kvöðum sem þar koma fram sé framfylgt.

Þar sem myndirnar sem valdar eru í undanúrslit verða sýndar á opinberum vettvangi skulu gilda um þær almennar velsæmisreglur. Engin sérstök ákvæði eru sett fram um form og efnistök en komi upp vafamál sem tengjast innihaldi, formi, efnistökum eða vafamál annars eðlis áskilur stjórn IKSA sér ákvörðunarvald til þess að skera úr um þau.

MYNDUM, 5 EINTÖK Á VHS EÐA DVD, SKAL SKILAÐ INN ÁSAMT ÚTFYLLTUM OG UNDIRRITUÐUM EYÐUBLÖÐUM Á SKRIFSTOFU KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS, TÚNGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK FYRIR KL. 17:00 ÞANN 1. NÓVEMBER 2006.

Nánari upplýsingar: http://logs.is/Forsida/Edda/StuttmyndakeppniIKSA/view.aspx?.