Morgan í Klapparann

tracy_jordan30 Rock stjarnan Tracy Morgan á, samkvæmt Deadline vefnum,  í viðræðum um að leika á móti Ed Helms og Amanda Seyfried í nýrri gamanmynd leikstjórans Dito Montiel, The Clapper. Þar með myndu þeir vinna saman á ný, Morgan og Mantiel, en þeir gerðu síðast löggudramað The Son of No One árið 2011.

Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Montiel, og fjallar um atvinnu klappara sem starfar fyrir kynningarmyndir ( infomercials ) sem fenginn er af spjallþáttastjóra til að ganga til liðs við sjónvarpsþátt hans.

Það á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hann persónulega.

Morgan mun leika besta vin Helms, Chris Plork. Fyrir þá sem eru í Bandaríkjunum þá má sjá  uppistand Morgan, Picking Up the Pieces, í júní nk.

Myndin er sögð vera til vitnis um það hve auðvelt er að verða frægur í raunveruleikaþáttum samtímans, og hvernig það getur flækt líf allra hlutaðeigandi.

Morgan er að koma sterkur til baka eftir heils árs endurhæfingu eftir að hafa lent í hryllilegu bílslysi þar sem hann var heppinn að komast lífs af.  Hann kom fram á Emmy verðlaunahátíðinni í september sl., hefur komið fram í gamanþáttunum Saturday Night Live, og lauk nýverið leik í myndinni Fist Fight ásamt Ice Cube og Charlie Day. Þá mun hann leika Redd Foxx í ævisögu gamanleikarans Richard Pryor; Richard Pryor: Is It Something I Said? Mike Epps leikur Pryor.