Paltrow í pásu

paltrow andlitIron Man leikkonan Gwyneth Paltrow hefur ákveðið að gera hlé á leikferli sínum. Óskarsverðlaunaleikkonan, sem er 43 ára gömul, sagði í samtali í Today Show þann 4. mars sl. að hún ætlaði að taka sér frí frá leiknum til að einbeita sér að fyrirtæki sínu, Goop.

Leikkonan sagði Matt Lauer í samtalinu að Goop nyti núna athygli hennar „allan sólarhringinn.“

US Weekly sagði frá því árið 2013 að leikkonan væri að minnka við sig vinnu við kvikmyndirnar til að beina kröftum sínum meira að fyrirtækinu.

„Við fengum fjárfesta inn í fyrirtækið á síðasta ári, þannig að um leið og peningar annarra voru komnir í spilið, þá áttaði ég mig á því að það væri best að ég myndin einbeita mér algjörlega að fyrirtækinu, “ sagði Paltrow.

Paltrow stofnaði Goop árið 2008. Fyrirtækið er lífstílsfyrirtæki sem er nýbúið að setja á markaðinn húðvörur sem kosta á bilinu 90 – 140 Bandaríkjadali. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera með of dýrar vörur, og láta í veðri vaka að þær séu betri en þær eru í raun.

„Ég held að fólk sem vill gagnrýna – og ég hef alltaf verið opin fyrir gagnrýni og því að læra meira – en fólk sem vill gagnrýna ætti að hafa öll töluleg gögn á reiðum höndum,“ sagði Paltrow, og bætti við að Goop biði í raun upp á mjög breiða vörulínu á stóru verðbili.

Paltrow, sem á börnin Apple 11 ára og Moses 9 ára, með fyrrum eiginmanni sínum Chris Martin, söngvara hljómsveitarinnar Coldplay, vann Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Shakespeare in Love frá árinu 1999. Síðasta mynd sem hún sást í á hvíta tjaldinu var Mortdecai, með Johnny Depp.

Hún lék síðast í myndinni Captain America: Civil War, sem kemur í bíó 29. apríl nk.