Alan Rickman látinn

rickmanBreski leikarinn Alan Rickman er látinn 69 ára að aldri, en hann hefur verið einn ástsælasti leikari Breta sl. 30 ár. Banamein hans var krabbamein.

Rickman sló í gegn sem Hans Gruber í spennumyndinni Die Hard, en hann fékk það hlutverk tveimur dögum eftir að hann kom til Los Angeles, þegar hann var 41 árs að aldri.

Hlutverk Gruber í Die Hard var eitt af þremur frægum illmennum sem hann túlkaði í kvikmyndum, hin voru fógetinn í Nottingham í Robin Hood: Prince of Thieves frá 1991 og Rasputin í HBO sjónvarpsmynd frá árinu 1995.

Nýleg hlutverk Rickman eru m.a. lávarður og safnari í Gambit frá 2012, og sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í The Butler. 

Hann á enn eftir að sjást í nýjustu mynd sinni, Eye in the Sky, sem hlaut mikið lof á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Hann talar einnig fyrir persónu í Alice Through the Looking Glass, sem kemur í bíó síðar á þessu ári.

Rickmann vann aldrei Óskarsverðlaun, en fékk hinsvegar Golden Globe, Emmy,  Bafta og fleiri verðlaun.