Nýr Anchorman bar í New York

Þeir sem eru á leið til New York geta nú sett nýjan áfangastað á tékklistann hjá sér,  því búið er að opna barinn Stay Classy New York á lower east side í Manhattan, samkvæmt ktxs.com vefsíðunni.

Barinn er til heiðurs Anchorman persónunni, fréttaþulnum glæsilega Ron Burgundy, sem Will Ferrell lék svo eftirminnilega í Anchorman 1 og 2, en á staðnum eru einnig heiðraðar aðrar persónur sem leikarinn hefur leikið í hinum ýmsum bíómyndum.

will ferrell

Boðið er til dæmis upp á ýmis hanastél sem nefnd eru í höfuðið á helstu bíómyndum Ferrell og á matseðlinum má finna rétti sem sækja innblástur í myndirnar sömuleiðis.

Did We Just Become Best Friends? ( Step Brothers ) er tvöfalt skot á barnum, og Dirty Mike og Boys  ( The Other Guys ) þýðir að þú varst að panta tvo bjóra á dælu og skot.

Hanastélið Great Odin’s Raven ( Anchorman ) er líklegt til vinsælda, en það inniheldur ljóst romm, engiferbjór og sítrónu. Smelly Pirate Hooker er Jalapeño Margarita með Tequila, Stoli jalapeño, appelsínusafa, súrri blöndu og súraldinssafa.

Whal´s Vagine, einnig kallað San Diego, er hanastél með þreföldum Vodka, appelsínusafa og gini.

Einnig eru ýmsir drykkir sem sækja innblástur í aðrar myndir leikarans eins og Zoolander, ( Mugatu Mule ), Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, ( Shake and Bake) , og Old School, ( We’re Going Streaking.)

Stofnandi barsins Zach Neil sagði þetta um barinn: „Þetta er svona krá þar sem 35-40 ára gömul manneskja myndi koma og setjast niður og léti ekki hátt spilaða tónlist trufla sig, en væri einnig umkringd hlutum sem væru fyndnir og fáránlegir og það væri góð blanda. Það er nokkuð sem Will Ferrell er fyrir okkur.“

Stay Classy New York opnaði 1. október sl.