The Hateful Eight – Fyrsta kitla!

Fyrsta kitla úr nýjustu mynd Quentin Tarantino, vestranum The Hateful Eight er komin út. Nú er um að gera að spenna beltin, klæða sig í vetrargallann og taka upp hólkana, því það er fremur kuldalegt um að litast í kitlunni:

Myndin gerist 12 árum eftir bandaríska þrælastríðið, og við fylgjumst með hestvagni skrölta í gegnum Wyoming fylki að vetrarlagi. Farþegar vagnsins, mannaveiðarinn John Ruth, sem Kurt Russell leikur, og flóttamaðurinn Daisy Domergue, sem Jennifer Jason Leigh leikur, aka í átt að bænum Red Rock, þar sem Ruth, sem þekkt er á þessum slóðum sem „The Hangman“, á að framfylgja dómi yfir Domergue. Á leiðinni þá hitta þau tvo ókunnuga menn; Marquis Warren majór, leikinn af Samuel Jackson, en hann er fyrrum hermaður sem er orðinn illræmdur mannaveiðari, og Chris Mannix, sem Walton Goggins leikur, sem er liðhlaupi úr suðurríkjunum, sem segist vera nýr lögreglustjóri bæjarins. Þau villast í stormi, og leita skjóls í Minnie´s Haberdashery, sem er vegasjoppa við fjallaveg.

kurt

Þegar þau koma að Minnie´s þá tekur ekki bara eigandinn á móti þeim heldur fjögur ókunnug andlit. Bob, sem leikinn er af Damien Bichir, sem sér um Minnie´s á meðan hún er í heimsókn hjá móður sinni, er þarna ásamt Oswaldo Mobray, leikinn af Tim Roth, böðli Red Rock, kúrekanum Joe Gage, sem Michael Madsen leikur, og ofurstanum Sanford Smithers, sem Bruce Dern leikur. Þegar stormurinn nær að sjoppunni, þá átta áttmenningarnir sig á því að þeir komast hugsanlega aldrei til Red Rock.

hateful

Myndin kemur í bíó 8. janúar nk.