Júragarður á 3 þúsund milljarða

Það myndi kosta rúma þrjú þúsund milljarða íslenskra króna að byggja skemmtigarðinn Júragarðinn sem við fáum að sjá í myndinni Jurassic World, sem frumsýnd verður í dag á Íslandi.

jurassic-world

Það er vefsíðan Fandango sem reiknaði þetta út og fann jafnframt út að viðhaldskostnaður á ári yrði 11,9 milljarðar dala, eða um 1.600 milljarðar íslenskra króna.

Rétt er að geta þess að talan inniheldur ekki kostnaðinn við að hreinsa upp risaeðluskít ( sem yrði væntanlega drjúgt verk ).

Myndbandið með þessum upplýsingum, sem sjá má hér að neðan, var gefið út til að kynna Jurassic World, en búist er við að myndin raki inn seðlum þessa frumsýningarhelgi í Bandaríkjunum og um allan heim, og í tekjum talið muni hún slá út öðrum nýlegum sumarsmellum eins og Guardians of the Galaxy, X-Men: Days of Future Past, Captain America: The Winter Soldie og Transformers: Age of Extinction.

Kíktu á myndbandið hér fyrir neðan: