Þriðja 28 myndin í gang

Leikstjóri og handritshöfundur Ex Machina, Alex Garland, sem átti upprunalegu hugmyndina að hrollvekjunni og uppvakningamyndinni 28 Days Later, en tók ekki þátt í framhaldsmyndinni 28 Weeks later, segir að hafin sé vinna að þriðju myndinni; 28 Months Later, sem margir bíða spenntir eftir.

e906bebfbbfba6c7bc4cc71614f4d96d974b4b28.jpg__940x420_q85_crop-smart_subject_location-950,347_upscale

Í samtali við The Playlist segir hann m.a. frá því hvernig hugmyndin að þriðju myndinni hafi fæðst. „Fyrir um tveimur árum síðan fór Danny [ Boyle – leikstjóri fyrstu myndarinnar ] að vinna að Trainspotting 2 […] Í því samtali þá fæddist hugmynd að 28 Months Later. Þetta var skrítin hugdetta sem ég fékk, að hluta til vegna ferðalags sem ég hafði farið í. Ég bar hugmyndina undir Andrew [McDonald] og Danny, en sagði þeim jafnframt að ég vildi ekki vinna að henni sjálfur. Þá sagði Andrew: „Láttu mig um það.“ Þannig að nú er hann byrjaður að vinna í myndinni.“

Svo mörg voru þau orð. Nú er bara að bíða spennt eftir myndinn