Ant-man í Captain America

Tökur eru hafnar á ofurhetjumyndinni Captain America: Civil War í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum, en myndin verður tekin upp á nokkrum stöðum, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Disney og Marvel fyrirtækjunum. Í tilkynningunni kemur eitt og annað fleira forvitnilegt í ljós, eins og til dæmis hvaða aukapersónur mæta til leiks.

ant man captain

Þar ber fyrst að geta Ant-man í túlkun Paul Rudd, en myndin um Ant-man verður frumsýnd 17. júlí nk.

Þá má nefna William Hurt í hlutverki Thaddeus „Thunderbolt“ Ross hershöfðingja, en Hurt kom fyrst fram í þessu hlutverki í The Incredible Hulk frá árinu 2008. Í teiknimyndasögunum þá breytist Ross í Red Hulk, en óvíst er hvort það muni gerast í Captain America: Civil War.

Aðrir helstu leikarar eru Chris Evans sem Steve Rogers/Captain America, Robert Downey Jr. sem Tony Stark/Iron Man, Scarlett Johansson sem Natasha Romanoff/Black Widow, Sebastian Stan sem Bucky Barnes/Winter Soldier, Anthony Mackie sem Sam Wilson/Falcon, Paul Bettany sem The Vision, Jeremy Renner sem Clint Barton/Hawkeye, Don Cheadle sem Jim Rhodes/War Machine og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff/Scarlet Witch.  Þá má nefna Chadwick Boseman sem T’Challa/Black Panther, Emily VanCamp sem Sharon Carter/Agent 13, Daniel Brühl, Frank Grillo sem Brock Rumlow/Crossbones og að lokum Hobbitann sjálfan Martin Freeman.

Captain America: Civil War heldur áfram þar sem frá var horfið í Avengers: Age of Ultron, þar sem Steve Rogers leiðir nýjan Avengers hóp í baráttunni fyrir framtíð Jarðarinnar.

Captain America: Civil War kemur í bíó 6. maí, 2016.