Reeves snýr aftur í John Wick 2

Keanu Reeves hefndartryllirinn John Wick sló óvænt í gegn á síðasta ári, og því er ekkert að vanbúnaði að búa til mynd númer tvö, en samkvæmt frétt The Wrap, þá snúa allir aðalmennirnir aftur; þeir Keanu Reeves að sjálfsögðu, og leikstjórarnir David Leitch og Chad Stahelski. Handritshöfundurinn Derek Kolstad mætir sömuleiðis til leiks á ný.

Reeves

„Þar sem myndin sló í gegn, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum, þá vissum við að það væri nóg af efniviði í sögunni til að halda áfram,“ sagði Jason Constantine hjá Lionsgate framleiðslufyrirtækinu í tilkynningu. „Við erum himinlifandi yfir því að Keanu, David og Chad snúa aftur og lofa okkur jafnvel enn meiri spennu en síðast.“

Upprunalega myndin, sem fjallar um leigumorðingja sem snýr til baka til að hefna fyrir morðið á eiginkonu sinni, eftir að hafa verið sestur í helgan stein, þénaði 43 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum, og 80 milljónir dala til viðbótar um allan heim.