Barnakvikmyndahátíð í þriðja sinn

Dagana 19.-29. mars verður Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík haldin í þriðja skiptið í Bíó Paradís. Þar kennir ýmissa grasa og margt skemmtilegt verður í boði. Opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var hin stórskemmtilega Antboy og nú fylgjum við því eftir með framhaldsmyndinni Antboy: Rauða refsinornin sem er opnunarmyndin í ár.

Hátíðin mun í fyrsta skipti vera með erlenda gesti þar sem leikstjóri Antboy-myndanna, Ask Hasselbalch, mun opna hátíðina formlega ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, verndara hátíðarinnar og forseta borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttur.

1

Sýndar verða verðlaunamyndir víðs vegar að úr heiminum sem og klassískar íslenskar barnamyndir. Næsta kynslóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda munu hafa tækifæri á að kynnast hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, upplifa leiklist fyrir kvikmyndir ásamt því að njóta fjölbreyttra alþjóðlegra barnakvikmynda sem og aldrei fyrr.

Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og verður hátíðin með opinbert friðarþema í ár. Myndirnar á hátíðinni endurspegla mikilvæg málefni sem tengjast friði og fá börn og unglingar að kynnast hugmyndafræði eins og fjölmenningu, kynvitund, líkamsvirðingu, skapandi og gagnrýna hugsun.