The Wolf of Wall Street oftast stolið

thewolfKvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki hlýtur þann vafasama heiður að vera oftast hlaðið niður ólöglega á netinu á þessu ári. Teiknimyndin Frozen kemur þar rétt á eftir, en myndunum var hlaðið niður um 30 milljón sinnum hvor um sig.

Óskarsverðlaunamyndin Gravity var hlaðið niður rúmlega 29 milljón sinnum og The Hobbit: The Desolation of Smaug er með rúmlega 27 milljón ólögleg niðurhöl.

Athygli vekur að framtíðarmyndin Robocop sé í þriðja sæti listans, en tímaritið Variety telur að það sé sökum þess að talningin hafi líka tekið upprunalegu myndina sem kom út árið 1987 með í reikninginn.

Hér að neðan má sjá lista sem fyrirtækið Excipio setti saman yfir þær myndir sem var oftast hlaðið niður ólöglega á árinu 2014.

1. “The Wolf of Wall Street”: 30.035 m.
2. “Frozen”: 29.919 m.
3. “RoboCop”*: 29.879 m.
4. “Gravity”: 29.357 m.
5. “The Hobbit: The Desolation of Smaug”: 27.627 m.
6. “Thor: The Dark World”: 25.749 m.
7. “Captain America: The Winter Soldier”: 25.628 m.
8. “The Legend of Hercules”: 25.137 m.
9. “X-Men: Days of Future Past”: 24.380 m.
10. “12 Years a Slave”: 23.653 m.
11. “The Hunger Games: Catching Fire”: 23.543 m.
12. “American Hustle”: 23.143 m.
13. “300: Rise of an Empire”: 23.096 m.
14. “Transformers: Age of Extinction”: 21.65 m.
15. “Godzilla”: 20.956 m.
16. “Noah”: 20.334 m.
17. “Divergent”: 20.312 m.
18. “Edge of Tomorrow”: 20.299 m.
19. “Captain Phillips”: 19.817 m.
20. “Lone Survivor”: 19.130 m.