Hobbitinn sigrar USA

THE HOBBIT: THE DESOLATION OF SMAUGThe Hobbit: The Battle of the Five Armies hefur þegar þetta er skrifað dregið flesta Bandaríkjamenn í bíó þessa aðsóknarhelgi, en myndin var frumsýnd á miðvikudaginn síðasta. Tekjur af sýningum myndarinnar voru í gær komnar upp í 50,5 milljónir Bandaríkjadala.  Annað sætið á listanum eftir sýningar gærdagsins skipa Ben Stiller og félagar í The Night at the Museum: The Secret of the Tomb með 6 milljónir dala í tekjur og í þriðja sætinu situr rauðhærða stelpan Annie með 5,9 milljónir dala í tekjur.

Annie er kvikmyndagerð á söngleiknum vinsæla með sama nafni. Eins og Deadline bendir á þá flykkist fólk oft í bíó á söngleikjamyndir, þó svo að gagnrýnendur taki myndunum ekki endilega vel, en Annie hefur almennt ekki hlotið góða dóma gagnrýnenda í Bandaríkjunum.

Gengi Ben Stiller og myndar hans Night at the Museum: Secret of the Tomb er svipað gengi myndar númer eitt á sama tíma, en hún var frumsýnd árið 2006.

Búist er við að Hobbitinn hafi rakað saman 86,4 milljónum dala í sýningum í Bandaríkjunum og Kanada samtals þegar helgin er á enda, sem til samanburðar yrði aðeins meira en tekjur af fyrstu fimm dögunum af sýningum fyrstu Tolkien myndar Peter Jackson, The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, en tekjur af henni námu 75 milljónum dala fyrstu fimm dagana árið 2001.

The Hobbit: The Desolation of Smaug, sem var frumsýnd um síðustu jól, þénaði 258 milljónir dala í Bandaríkjunum og Kanada samtals.

Hér fyrir neðan er topp tíu listinn eftir sýningar gærdagsins. Smelltu á heitið til að skoða nánar:

1). The Hobbit: The Battle of the Five Armies

2). Night at the Museum: Secret of the Tomb

3). Annie

4). Exodus: Gods and Kings

5). The Hunger Games: Mockingjay Part 1

6). Wild

7). The Penguins Of Madagascar

8). Big Hero 6

9). Top Five

10). Interstellar