Katniss á toppnum þriðju vikuna í röð

thgm-1-24The Hunger Games: Mockingjay – Part 1 vermir efsta sæti listans aðra vikuna í röð yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Alls sáu rúmlega 2.000 manns myndina hér á landi yfir helgina og hafa rúmlega 23.000 Íslendingar séð myndina í kvikmyndahúsum frá því hún var frumsýnd.

Í myndinni sér Katniss Everdeen sig nauðuga til að sameina hverfin í Panem og efna til byltingar gegn spilltu ógnarstjórninni í höfuðborginni. Um leið og stríðið sem mun ákveða örlög Panem stigmagnast þar til að Höfuðborgin leggur öll hverfin í rúst, verður Katniss að ákveða hverjum hún getur treyst og hvað hún skuli gera, á meðan allt sem henni er kært hangir á bláþræði.

Francis Lawrence leikstýrir myndinni. Með helstu hlutverk fara Jennifer Lawrence, Woody Harrelson, Liam Hemsworth, Josh Hutcherson, Philip Seymour Hoffman, Donald Sutherland og Julianne Moore.

Í öðru sæti listans sætiru teiknimyndin The Penguins of Madagascar. Myndin fjallar um félagana Skipper, Kowalski, Hermann og Rico eru mættir til leiks á ný en þeir eru engar venjulegar mörgæsir heldur leyniþjónustumörgæsir sem ferðast um heiminn.

Nú bíður þeirra félaga enn eitt verkefnið en það felst í að stöðva hinn illa innrætta kolkrabba Oktavíus sem ætlar sér að leggja heiminn undir sig og jafnvel rústa honum alveg með gríðarlega öflugu vopni sem hann hefur fundið upp. Til að leysa málið fá mörgæsirnar óvænta aðstoð frá háleynisamtökunum Norðanvindi, en aðalmaðurinn þar, eða réttara sagt aðalhundurinn, er hinn tungulipri og stimamjúki Leyndarmál fulltrúi sem eins og mörgæsirnar er reyndur í baráttunni við alls kyns glæpagengi.

Hinir óborganlegu Lloyd Christmas og Harry Dunn, sem skutu upp kollinum í einni vinsælustu grínmynd síns tíma sitja í þriðja sæti listans. Í framhaldinu, Dumb and Dumber To, leggja Lloyd og Harry í enn eitt ferðalagið en leita að þessu sinni í sameiningu að barni nokkru sem gæti að öllum líkindum verið týnda afkvæmi annars þeirra.

Screen Shot 2014-12-08 at 8.29.14 PM