Bacon í frumskóginum

Kevin_Bacon_The_Wo_1218428cBandaríski leikarinn Kevin Bacon hefur verið ráðinn til að leika í bíómyndinni Jungle, sem er byggð á sannsögulegum atburðum sem hentu ævintýramanninn Yossi Ghinsberg.

Bacon, sem þekktur er fyrir leik í myndum eins og Footloose, Apollo 13 og Mystic River, vinnur þar með á ný með leikstjóranum Greg McLean.

Myndin fjallar um líf Ghinsberg sem týndist í þrjár hrollvekjandi vikur í Amazon regnskóginum árið 1981. Hann náði á ótrúlegan hátt að lifa vistina í skóginum af og skrifaði í kjölfarið bók um reynslu sína, sem síðar var gerð heimildardrama eftir á Discovery sjónvarpsstöðinni.

Óvíst er á þessari stundu hvaða persónu Bacon mun leika, en Deadline greinir frá því að hann muni leika hinn “margbrotna, hættulega og heillandi” austurríska leiðsögumann, Karl.

Um aðlögun bókar Ghinsberg að kvikmyndaforminu sér handritshöfundurinn Justin Monjo um.

Tökur eiga að hefjst snemma á næsta ári í Ástralíu og í Kólumbíu.

Bacon og McLean hafa áður unnið saman að myndinni Scary Movie 6 Miranda Drive, sem sýnd verður á næsta ári.

Bacon sést næst á hvíta tjaldinu ásamt  Benedict Cumberbatch og Johnny Depp í mafíumyndinni Black Mass.