Ólafur Darri og Neeson saman í mynd

Spennumyndin A Walk Among the Tombstones verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn næsta, þann 19. september, en þar leiða saman hesta sína þeir Ólafur Darri Ólafsson og Liam Neeson, sem leikur aðalhlutverkið.

liam olafur

Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

Sjáðu kitlu hér fyrir neðan þar sem Ólafur, í hlutverki Loogan, hótar Neeson:

Og hér er svo opinber stikla úr myndinni:

A Walk Among the Tombstones segir frá Matthew Scudder (Liam Neeson), fyrrverandi löggu í New York sem nú gegnir hlutverki sem einkaspæjari.  Tilveran er býsna róleg þangað til að eiturlyfjasali nokkur ræður hann til að komast að því hverjir tóku og myrtu eiginkonu hans. Myndin er byggð á þekktri skáldsögu eftir Lawrence Block sem skrifaði átján mismunandi bækur um Matthew Scudder.

Fróðleiksmolar til gamans:

A Walk Among the Tombstones er gerð eftir samnefndri skáldsögu bandaríska rithöfundarins Lawrence Block sem skrifað hefur rúmlega fimmtíu skáldsögur og þar af sautján þar sem Matthew Scudder er aðalsöguhetjan. Með þessari mynd hafa nú tvær þeirra verið kvikmyndaðar, en sú fyrri var myndin 8 Million Ways To Die sem Hal Ashby
leikstýrði árið 1986, en þar var það Jeff Bridges sem lék Scudder.

Þetta er önnur mynd leikstjórans og handritshöfundarins Scotts Frank í fullri lengd en þá fyrri, The Lookout, gerði hann árið 2007. Scott hefur einnig skrifað handrit margra þekktra mynda og má þar á meðal nefna Malice, Get Shorty, Out of Sight, Minority Report, The Interpreter, Marley & Me og The Wolverine.