Tammy sigrar ekki Transformers

maxresdefaultBúist er við að spennutryllirinn Transformers: Age of Extinction verði tekjuhæsta bíómynd helgarinnar í Bandaríkjunum með 35 – 36 miljónir Bandaríkjadala í tekjur föstudag til sunnudags, og 53 milljónir dala miðvikudag til sunnudags, sína aðra viku á lista. Tammy, nýja gamanmyndin hennar Melissa McCarthy, nær ekki að velta Transformers geimtröllunum úr sessi, en tekjur myndarinnar verða líklega um 20 milljónir dala fyrir aðsókn föstudags til sunnudags og 32 milljónir dala fyrir tímabilið miðvikudagur til sunnudags.

Þriðja vinsælasta myndin er svo gamanmynd þeirra Channing Tatum og Johan Hill, 22 Jump Street.

Hinar tvær nýju myndirnar, Deliver Us From Evil, sem frumsýnd verður hér á landi í næstu viku, og Earth to Eco, sem sömuleiðis er væntanleg hingað til lands í næstu viku, verða líklega í fjórða og fimmta sæti aðsóknarlistans bandaríska.

Hér fyrir neðan er listi tíu vinsælustu mynda helgarinnar með samanlögðum áætluðum tekjum til loka dagsins í dag, sunnudags. Smelltu á mynd til að lesa meira:

1). Transformers: Age of Extinction. 175-178 milljónir dala. ( 2. vika á lista )

2). Tammy 33,8 milljónir dala. ( 1. vika á lista )

3/4). 22 Jump Street. 141 milljónir dala.  (4 vika á lista.)

How to Train Your Dragon. 141 milljón dala.   ( 4. vika á lista. )

5/6). Earth to Echo. 13-15 milljónir dala. ( 1. vika á lista )

Deliver Us From Evil. 13-15 milljónir dala. ( 1. vika á lista )

7).  Maleficent. 214 milljónir dala. ( 6. vika á lista )

8). Jersey Boys. 38 milljónir dala. ( 3. vika á lista )

9). Think Like A Man Too. 57 milljónir dala. ( 3. vika á lista )

10). Edge of Tomorrow. 90,8 milljónir dala. ( 5. vika á lista )