Hvernig horfa blindir á kvikmyndir?

Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvernig blindir og sjónskertir upplifa kvikmyndir. Óskarsakademían gerði á dögunum litla heimildarmynd sem fjallar um blindar manneskjur sem elska að fara í kvikmyndahús.

Screen Shot 2014-06-24 at 11.51.29 PM

Heimildarmyndin tekur fyrir þrjá blinda einstaklinga til þess að segja frá upplifun sinni Ritstjóri Blindfilmcritic.com, Tommy Edison, segist oft vera spurður afhverju hann fari í kvikmyndahús og svarar því að það sé einfaldlega ekki mikið eftir að sjá, það sé nóg að hlusta og upplifa þannig kvikmyndina í gegnum hljóð. Edison viðurkennir þó að hann þurfi stundum á sjónlýsingu á að halda. Umrædd tækni er töluð lýsing á atburðarrás og umhverfi myndarinnar í gegnum heyrnartól og gerir myndina mun aðgengilegri fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Þeir sem hafa notfært sér sjónlýsingar telja þær mikilvægt skref í að bæta aðgengi fyrir blinda og sjónskerta að kvikmyndum. Hér á landi hefur þetta verið prófað einstaka sinnum og var sérstök sýning fyrir blinda og sjónskerta á íslensku teiknimyndinni, Hetjur Vallar, sýnd með sjónlýsingu í Bíó Paradís árið 2012.

Hér að neðan má sjá þessa athyglisverðu heimildarmynd.