Ekki nóg að glápa á símann

Margir muna eftir textaboxunum í sjónvarpsþáttunum House of Cards sem birtust á skjánum til að sýna samskipti persóna í gegnum snjallsímaskilaboð. Myndin The Fault in Our Stars sem nú er í bíó, fer sömu leið, en hvít textabox með rúnuðum hornum og skrifuðum texta inni í birtast í hvert sinn sem persóna Shailene Woodley, Hazel Grace Lancaster, og persóna Ansel Elgort, Augustus Waters, eru að senda daðurkennd skilaboð til hvors annars um bækurnar sem þau mæla með við hvort annað.

shailene

„Við gátum ekki sýnt þau vera að glápa á símana sína út alla myndina,“ sagði leikstjórinn Josh Boone í samtali við The Hollywood Reporter. „Þannig að við kíktum á House of Cards og Sherlock, og sögðum við okkur sjálfa „Við gætum gert eitthvað svona, en gert það meira í stíl við Twitter-Tumblr útlit. Það var hugmyndin – að láta það líta út eins og það sem aðdáendurnir (fan art ) höfðu gert fyrir kvikmyndina, og létu líta út eins og Tumblr.“

„Það erfiðasta við þessar tökur var að skilaboðin væru þau réttu fyrir söguna án þess að vera truflandi fyrir atriðið í myndinni,“ segir tæknibrellustjórinn Jake Barver, sem einnig vann við myndirnar Blue Jasmine og Foxcatcher.

TFIOS_EMAIL_FORTHR_embed

„Við þurftum að finna út leið til að geta séð hvernig Hazel og Gus leið á meðan þau lásu og slógu inn skilaboðin …. ég get ekki ímyndað mér betri leið en þá sem við fórum.“

Spurðir um það hvernig textarnir sjálfr voru gerðir segir hann að þeir hafi gert þetta á gamaldags hátt – hver rammi af textaskilaboðum hafi verið handskrifaður á pappír, skannaður inn, og þá var hann teiknimyndagerður og að lokum settur inn í myndina.

Myndin fjallar um tvö ungmenni, Gus og Hazel, sem glíma við annars konar vanda en flestir aðrir, verða ástfangin upp fyrir haus og um leið staðráðin í að njóta þess sem lífið býður þeim upp á þrátt fyrir allt. The Fault in Our Stars segir á afar áhrifamikinn hátt frá 16 ára krabbameinssjúklingnum Hazel sem hittir hinn 17 ára Gus á fundi fyrir aðstandendur krabbameinssjúkra, en Gus hafði einnig fengið krabbamein með þeim afleiðingum að taka þurfti af honum annan fótinn. Auk þess glímir besti vinur hans við sama mein.

Smelltu hér til að skoða sýningartíma fyrir The Fault in our Stars.