Nornin Maleficent væntanleg í kvikmyndahús

Maleficent-(2014)-50Disney-myndin Maleficent, með Angelinu Jolie og Elle Fanning í aðalhlutverkum, er væntanleg í kvikmyndahús þann 4. júní. Myndin fór beint á toppinn USA en hún opnaði í 70m dollara um helgina.

Myndin er nefnd eftir aðalpersónunni, illu norninni Maleficent, sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á 16 ára afmælisdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja.

Sagan segir að ástæðan fyrir því að Maleficent lagði þessi illu álög á Þyrnirós sé sú að hún hefði móðgast svo mjög þegar henni var ekki boðið að vera við skírn prinsessunnar. Í þessari mynd kemur hins vegar í ljós að Maleficent hafði í raun aðrar og veigameiri ástæður fyrir gjörðum sínum en hefndina eina saman og að hún hefur líka góða ástæðu til að sjá eftir þeim.

Aðrir leikarar í myndinni eru Sharlto Copley, Elle Fanning, Sam Riley, Imelda Staunton, Juno Temple og Lesley Manville.

Þetta er frumraun Robert Stromberg sem leikstjóra, enn hann er síður en svo nýgræðingur í kvikmyndalistinni og er til dæmis tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi fyrir framleiðslustjórnun myndanna Avatar og Alice in Wonderland. Hann var auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellurnar í myndinni Master and Commander: The Far Side of the World sem gerð var árið 2003.

Maleficent verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni,
Akureyri og Keflavík.