Refn kemur Gosling til varnar

Lost River (áður How To Catch a Monster) hefur verið harkalega gagnrýnd eftir að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en myndin er frumraun Ryan Gosling sem leikstjóri. Myndin fjallar um ein­stæða móður sem er rif­in inn í myrka und­ir­heima á meðan ung­lings­son­ur henn­ar upp­götv­ar veg sem leiðir hann að leyndri borg neðan­sjáv­ar.

The Hollywood Reporter, Variety og The Daily Telegraph eru meðal þeirra sem hafa sagt myndina vera lélega eftirhermu af verkum David Lynch og Terrence Malick.

ryan_gosling_43185

Leikstjórinn Nicholas Winding Refn, sem hefur áður leikstýrt Gosling í myndum á borð við Drive og Only God Forgives, er ekki á sama máli og kom Gosling til varnar í nýlegu viðtali við New York Magazine. „Mér finnst hún vera falleg, þetta er svona mynd sem fólk mun átta sig á með tímanum,“ sagði Refn.

Myndin skartar meðal annars Christinu Hendricks í aðalhlutverki auk Saoirse Ronan og Eva Mendez. Matt Smith sem leikur í bresku þáttunum Doctor Who leikur einnig þýðingarmikið hlutverk í myndinni.

Lost River er áætluð í almennar sýningar í haust. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.