Crews í Viltu vinna milljón

terryHinn bráðskemmtilegi gamanleikari, og heljarmenni, Terry Crews, sem margir kannast við úr þáttunum Everybody Hates Chris og Best in Brooklyn, og bíómyndum eins og White Chicks og The Expendables, hefur verið ráðinn sem umsjónarmaður bandarísku spurningaþáttanna vinsælu Who Wants to Be a Millionaire, eða Viltu vinna milljón, eins og þættirnir hétu í íslenskri útgáfu hér um árið.

Þrettánda sería þáttanna fer af stað næsta haust, en Crews tekur við sem stjórnandi af Cedric the Entertainer, sem hefur stjórnað þáttunum í eitt ár.

Auk þess að leika nú um þessar mundir í Best in Brooklyn, þá kemur leikarinn fram í myndinni Blended á næstunni. Auk þess kemur fyrsta bók leikarans, Manhood, út þann 20. maí nk.

„Ég er yfir mig spenntur að fá að taka við Who Wants to Be a Millionaire, og koma inn í Disney-ABC fjölskyluna,“ sagði Crews í tilkynningu.  „Þættirnir eru svo vinsælir og ég get ekki beðið eftir að taka við stjórninni. Auk þess að leika í bíómyndum .. þá hefur mig alltaf dreymt um að stjórna sjónarpsþætti, og þetta er frábært tækifæri fyrir mig.“

Áður en Cedric the Entertainer tók við sem stjórnandi þá stjórnaði Meredith Vieira þáttunum fyrstu 11 árin.