Aldrei nógu góður sem Bond

Pierce Brosnan hefur engan áhuga á að horfa á sjálfan sig í hlutverki James Bond og segir frammistöðu sína aldrei hafa verið nógu góða.

THE GHOST WRITER

Brosnan lék Bond í myndunum Goldeneye, Tomorrow Never Dies, The World is Not Enough og Die Another Day. „Mér fannst ég fastur í tímabelti á milli Roger [Moore] og Sean [Connery].

„Ég átti mjög erfitt með að átta mig á tilgangi hlutverksins. Ofbeldið var aldrei raunverulegt, kraftur persónunnar var aldrei nógu mikill. Þetta var allt frekar óspennandi og raunsæið vantaði í persónusköpunina. Þetta var yfirborðskennt, en kannski var það bara mín tilfinning vegna þess hversu óöruggur ég var þegar ég lék hann“ sagði Brosnan við The Telegraph.

Spurður hvort hann horfi aldrei aftur á myndirnar sínar sagði hann: „Ég hef engan áhuga á að horfa á sjálfan mig sem James Bond vegna þess að frammistaðan var aldrei nógu góð.“

Nýjasta mynd Brosnan nefnist Love Punch.