Draumur rætist hjá Vini

matthew perryMatthew Perry úr sjónvarpþáttunum Friends undirbýr nú gamanseríu í sjónvarpi eftir hinni sígildu sögu Neil Simon, The Odd Couple.

Leikrit Simon, The Odd Couple, var frumsýnt á Broadway í New York árið 1965 með Walter Matthau í hlutverki Oscar og Art Carney í hlutverki Felix. Í kjölfarið var gerð vinsæl kvikmynd árið 1968 þar sem Matthau lék Oscar en Jack Lemmon lék Felix.

Perry hefur dreymt um að gera sjónvarpsþætti eftir The Odd Couple í 34 ár: „Allt síðan ég sá kvikmyndina The Odd Couple þegar ég var tíu ára gamall, þá hefur mig dreymt um að leika Oscar Madison,“ sagði Perry.

Gerð var framhaldsmynd af The Odd couple með þeim Matthau og Lemmon í aðalhlutverkunum, og einnig hafa verið gerðir sjónvarsþættir, teiknimyndir ofl. í gegnum tíðina.