Hobbita spáð góðu gengi

hobbit 3Mynd framleiðslufyrirtækjanna Warner Bros. og New Line Cinema, The Hobbit: The Desolation of Smaug, eftir leikstjórann Peter Jackson, var frumsýnd í gær, á nokkrum stöðum utan Bandaríkjanna, en í Frakklandi fór myndin rakleiðis á topp aðsóknarlista og þénaði andvirði 2,8 milljóna Bandaríkjadala.

Búist er við að tekjur af sýningum myndarinnar í Bandaríkjunum um helgina verði í kringum 80 milljónir dala.

Fyrsta myndin þénaði 84 milljónir dala á frumsýningarhelgi sinni í Bandaríkjunum.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á miðnætti í kvöld að staðartíma.

Kvikmyndasérfræðingar spá því að myndin muni ekki verða eftirbátur fyrstu myndarinnar hvað tekjur í Bandaríkjunum varðar, en fyrri myndin þénaði 303 milljónir dala í Bandaríkjunum, og fór yfir 1 milljarð dala í tekjur af sýningum á alheimsvísu.

Myndin verður frumsýnd á átta stórum markaðssvæðum nú um helgina, en í Ástralíu og Rússlandi um aðra helgi.  Japanir fá ekki að sjá hana fyrr en í febrúar, en óvíst er enn hvenær myndin verður tekin til sýninga í Kína.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi á Jóladag, 26. desember.