Murrey ekkill í sjónvarpi

olo__131120014845Gamanleikarinn Bill Murrey leikur alla jafna ekki mikið í sjónvarpsþáttum, en hann hefur nú ákveðið að leika í stuttseríu sem gera á eftir bók Pulitzer verðlaunahafans Elizabeth Strout, Olive Kitteridge.

The Kids Are All Right leikstjórinn Lisa Cholodenko, leikstýrir seríunni sem fjallar um rólegan bæ í New England í Bandaríkjunum sem er gegnsýrður af glæpastarfsemi og trega. Sagan er sögð í gegnum Olive sem er hörð á ytra byrði, en hefur sterka réttlætiskennd. Fargo leikkonan Frances McDormand, leikur Olive en Murray leikur Jack Kennison, ekkil í bænum sem Kitteridge vingast við.

Richard Jenkins leikur eiginmann Olive og aðrir leikarar eru John Gallagher Jr, Rosemarie DeWitt, Zoe Kazan, Jesse Plemons og Cory Michael Smith.

Tom Hanks og McDormand eru á meðal framleiðenda.

 

Stikk: