Addams fjölskyldan aftur á kreik

Hin mjög svo geðþekka Addams fjölskylda mun ganga í endurnýjun lífdaga á næstunni, en nú í formi teiknimyndar sem MGM kvikmyndafyrirtækið hyggst framleiða.

addams-family

MGM er nú á síðustu metrunum í samningaviðræðum við framleiðendur, en Addams family var upphaflega teiknimyndasaga eftir Charles Addams.

Pamela Petteler, sem skrifaði m.a. Corpse Bride og Monster House, hefur verið fengin til að skrifa handrit myndarinnar.

Teiknimyndasagan um Addams fjölskylduna var birt í dagblaðinu The New Yorker frá árinu 1938 og allt til dauða Addams árið 1988.

Persónurnar urðu frægar þegar gerðir voru sjónvarpsþættir á ABC sjónvarpsstöðinnni, en þættirnir voru sýndir á árunum 1964 og 1966. Í kjölfarið voru gerðir ýmsir aðrir sjónvarpsþættir, tvær kvikmyndir og söngleikur.