Vondi afi heillar og hneykslar

Öldungurinn Irving Zisman í myndinni Bad Grandpa, í túlkun Jackass mannsins Johnny Knoxville, heillaði Íslendinga um helgina, en myndin var sú aðsóknarmesta í íslenskum bíóum og þénaði meira en 5 milljónir króna.

bad grandpa

Í Bad Grandpa tekur Zisman að sér að koma átta ára sonarsyni sínum Billy (Jackson Nicoll) til föður síns sem býr í öðru fylki. Þeir kumpánar leggja í hann og á leiðinni veldur sá gamli ýmsum óskunda sem er sennilega ekki til eftirbreytni fyrir ungdóminn en stórskemmtilegur fyrir áhorfendur enda ganga flest uppátækin út á að koma grunlausum samborgurum á óvart og hneyksla þá í mörgum tilfellum upp úr skónum.

Í öðru sæti, niður úr toppsætinu frá því í síðustu viku, er geimmyndin Gravity eftir Alfonso Cuarón. Í þriðja sæti er spennusmellurinn Prisoners og í fjórða sæti er ný mynd, spennumyndin Captain Phillips með Tom Hanks í aðalhlutverki. Í fimmta sæti er svo teiknimyndin Turbo, en hún fer niður um tvö sæti á milli vikna.

Hvorki fleiri né færri en þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum. Í áttunda sætið er komin hrollvekjan Insidous: Chapter 2 eftir James Wan, í þrettánda sæti er internettryllirinn Disconnect og í 16. sæti er gamanmyndin með dansþemanu Frances Ha. 

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru í bíó í kvöld. 

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar í bíó. 

Hér fyrir neðan er svo listi 18 vinsælustu mynda á landinu:

ooooo