Washington í hættu – Nýtt plakat úr Captain America 2

Nýtt plakat er komið fyrir Marvel ofurhetjumyndina Captain America: The Winter Soldier með Chris Evans, sem nú leikur hlutverk ofurhetjunnar Captain America í þriðja skiptið ( Captain America: The First Avenger,  Captain America: The Winter Soldier, The Avengers )

Á plakatinu stendur Captain America aftan í flutningaflugvél með bakið í okkur, hugsi, ofursvalur að sjálfsögðu, og um það bil að láta sig vaða út úr vélinni.

Fyrir neðan hann er Washington borg.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

76368

Vetrarhermaðurinn í titli myndarinnar ( The Winter Soldier ) er illmenni myndarinnar. Hann er fyrrum aukapersóna að nafni Bucky Barnes, sem leikinn er af Sebastian Stan, en hann sást síðast hrapa til dauða, að því er virtist, fram af ísölögðu fjalli í Evrópu. En teiknimyndaheimar eru óútreiknanlegir og því er Barnes nú risinn upp frá dauðum, búið er að heilaþvo hann, breyta líkamsatgervi hans og dubba hann upp sem leigumorðingja.

Nú er hann staddur í Washington nútímans, þar sem hann hefur illt í hyggju gagnvart hetjunni okkar, Steve ( Captain America ), sem nú þarfnast hjálpar frá Svörtu ekkjunni, sem Scarlett Johansen leikur, og Fálkanum ( The Falcon ) sem Anthony Mackie leikur. Saman ætla þau að berjast gegn hinum lævísa þorpara.

Leikstjóri er Anthony og Joe Russo. Aðrir leikarar eru helstir þeir Cobie Smulders, Samuel L. Jackson, Hayley Atwell, Emily VanCamp, Toby Jones, Frank Grillo og Robert Redford.

Myndin verður frumsýnd í mars á næsta ári.