Bankarán í beinni – Now You See Me aftur vinsælust

Now You See Me hefur töfrandi tök á toppsætinu á íslenska DVD / Blu-ray listanum, en myndin er nú vinsælasta vídeómyndin á landinu aðra vikuna í röð.

NOW YOU SEE ME

Myndin fjallar um hóp eitursnjallra töframanna sem fremur magnað bankarán í miðri sýningu og dreifir ránsfengnum til áhorfenda. Hvernig var þetta gert? Þau Michael, Jack, Merritt og Henley eru töframenn sem hafa myndað töfragengið The Four Horsemen og sett á svið magnaða sýningu í Vegas sem fær áhorfendur til að standa á öndinni. Í lok atriðisins tilkynna þau agndofa áhorfendum að nú muni þau fremja bankarán í Evrópu og ekki nóg með það heldur ætla þau að láta áhorfendur njóta peningana sem skömmu síðar tekur hreinlega að rigna yfir salinn. FBI-lögreglumanninum Dylan Hobbs er falið að rannsaka málið en hann rekur sig strax á veggi því honum er gjörsamlega ómögulegt að skilja, og því síður sanna, hvernig fjórmenningarnir sem staddir voru í Las Vegas og fyrir allra augum gætu hafa framið bankarán á sama tíma í annarri heimsálfu. En hér er auðvitað ekki allt sem sýnist …

Í öðru sæti listans er Jason Statham í myndinni Hummingbird, og fer upp um eitt sæti á milli vikna. Í þriðja sæti er ný mynd, gamanmyndin The Internship, með Owen Wilson og Vince Vaughn í aðalhlutverkum, og í fjórða sæti eru æringjarnir í Hangover 3. Í fimmta sæti er fyrrum toppmynd listans, Dead Man Down, með Colin Farrell og Noomi Rapace í helstu hlutverkum.

Þrjár nýjar myndir eru á listanum til viðbótar. Í sjötta sæti er Halle Berry myndin The Call, í 13. sæti er hin hugljúfa Before Midnight og í 18. sæti teiknimyndin Hákarlabeita 2.

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru nýjar og væntanlegar á DVD og Blu-ray. 

Smelltu hér til að skoða DVD útgáfu Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu vídeómynda landsins þessa vikuna:

listinnn