Brewster snýr aftur í Criminal Minds

pagetLeikkonan Paget Brewster á níu líf eins og kötturinn í sjónvarpsþáttunum Criminal Minds, sem sýndir eru hér á landi á RÚV. Brewster, sem hefur yfirgefið þættina einu sinni áður, í 6. þáttaröð þegar samningur við hana var ekki endurnýjaður ( en var svo skrifuð aftur inn í þættina að kröfu aðdáenda þáttanna )  yfirgaf þættina í maí á síðasta ári, en mun nú snúa aftur til að leika í 200. þætti seríunnar, en þátturinn verður sýndur síðar í vetur í Bandaríkjunum.

„200. þátturinn verður sérstakur afmælisþáttur,“ sagði stjórnandi þáttanna Erica Messer. „Við getum ekki hugsað okkur að segja þessa sögu án þess að hafa Paget með.“

Í þættinum verður litið til baka og varpað ljósi á hvað varð um JJ Jareau, sem leikin er af A.J. Cook, árið sem hún var fjarverandi úr atferlisteyminu sem þættirnir fjalla um.

Brewster yfirgaf Criminal Mins eins og fyrr sagði í maí 2012 eftir sex ára veru í þáttunum. Persónan var þó ekki látinn deyja, sem gerði henni mögulegt að snúa aftur, eins og nú er að fara að gerast.