Krísu Kalli nýr í Toy Story!

Eins og við sögðum frá á dögunum þá er von á fyrstu Toy Story sjónvarpsmyndinni á Halloween í Bandaríkjunum þann 16. október nk., Toy Story of Terror!

Um er að ræða 30 mínútna mynd með öllum helstu persónum úr Toy Story teiknimyndunum þremur sem búið er að gera.

Auk fastagesta koma einnig við sögu ný leikföng, þar á meðal Combat Carl, eða Krísu Kalli, í lauslegri þýðingu, en sjá má mynd af honum hér fyrir neðan:

PH5SzfEFWJZr9c_1_m

Leikarinn Carl Weathers talar fyrir Combat Carl, en þessi persóna kom mjög stuttlega við sögu í fyrstu Toy Story myndinni, og hann átti að vera með í Toy Story 3, en var klipptur út á síðustu metrunum, samkvæmt frétt MovieWeb.

Myndin fjallar um það þegar leikföngin fara í ferðalag sem lítur út fyrir að vera saklaust og ánægjulegt, en hlutirnir taka aðra stefnu þegar þau beygja óvart í átt að draugalegu gömlu móteli. Fyrr en varir þá er eitt þeirra horfið … og nú er spurningin hvort að hinir í genginu lifi nóttina af og geti bjargað dótinu sem týndist, áður en það er um seinan?