18 myndir sem lofa góðu – Stiklur úr öllum myndum!

Á hverju ári þegar RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, byrjar kemur upp það „vandamál“ að úrvalið er svo mikið að ómögulegt er að sjá allar myndirnar. Þeir sem eru með passa á hátíðina vilja nýta hann sem best og þeir sem kaupa sér staka miða vilja vanda valið enn meira. Á RIFF er fjölbreytileikinn mikill, bæði hvað varðar tegundir mynda og líka hvað varðar gæði.

valentine

Við á Kvikmyndir.is viljum hjálpa ykkur eins og við getum með valið og erum með stiklu úr nær öllum myndunum á síðu hverrar myndar, og á yfirlitssíðunni,  sem gefa oft meiri vísbendingu um myndina heldur en að lesa bara söguþráð í bæklingi. Einnig höfum við til gamans valið hér að neðan 18 myndir sem við erum ekki búin að sjá en okkur þykir lofa góðu. Til upplýsinga þá er IMDb einkunnin látin fylgja með.

Valentínusarvegur (Valentine Road)
Mjög átakaleg heimildamynd um 15 ára dreng sem var drepinn í Kaliforníu. 8.2 (73 atkv.)

Days of Gray
Mynd án tals, þess í stað er eingöngu tónlist frá hljómsveitinni Hjaltalín. Athyglisverð hugmynd.

Himneskar eiginkonur mari-þjóðarinnar (Celestial Wives of the Meadow Mari)
Rússnesk mynd sem lítur út fyrir að vera skemmtilega furðuleg. 6.9 (36 atkv)

Mitt Afganistan – Lífið innan bannsvæðisins (Mit Afganistan – Livet i den forbudte zone)
Innfæddur maður gerir heimildamynd um sig og fjölskyldu sína sem býr á stríðssvæði í Afganistan. 7.8 (9 atkv.)

Snertur af synd (Touch of Sin)
Kínversk stórmynd byggð á sannsögulegum atburðum  6.8 (226 atkv.)

Ég er að anda (I Am Breathing)
Hjartnæm mynd um dauðvona mann og hvernig hann tekst á við að eiga aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða.  7.9 (59 atkv.)

Handbók hugmyndafræðiperrans (The Pervert’s Guide to Ideology)
Skemmtilegur karakter lítur á áhrif kvikmynda á hegðun okkar.  6.7 (276 atkv.)

Gullbúrið (La jaula de oro)
Mexikönsk mynd um þrjá unglinga sem reyna að komast til Bandaríkjanna.  7.6 (61 atkv.)

Grimmur grænn elder (Fierce Green Fire)
Heimildarmynd um sögu umhverfisverndarhreyfinguna frá a til ö.  7.9 (37 atkv.)

Virðast ókunnugir (Mistaken for Strangers)
Tom ætlar að gera heimildamynd um bróður sinn en veit ekkert hvernig á að gera heimildamynd. Og myndin virðist enda með að vera meira um að hann sé að gera heimildamynd frekar heldur en um bróðurinn. 6.9 (138 atkv.)

Nestisboxið (The Lunchbox)
Indversk mynd frá leikaranum úr Life of Pi.  7.8 (1788 atkv.)

Kaldavatn (Coldwater)
Hrottaleg mynd um mannvonsku.  8.4 (65 atkv.)

Tommi á býlinu (Tom á la Ferme)
Brengluð mynd frá Kanada.  6.6 (90 atkv.)

Framtíðin ástin mín (Futur My Love)
Heimildarmynd um Venus verkefnið, sem fólk kannast ef til vill við úr Zeitgeist myndinni. 8.3 (42 atkv.)

Kynlíf, eiturlyf og skattar (Spies and Glistrup)
Sannsöguleg mynd frá Danmörku um milljónamæring og „ferðakóng“.  7.0 (157 atkv.)

SRF FLB (TPB AFK: The Pirate Bay Away from Keyboard)
Heimildamynd um stofnendur deilisíðunnar The Pirate Bay frá Svíþjóð.  7.6 (7711 atkv.)
(Bendum á að það er hægt að horfa á hana ókeypis á YouTube

Stund gaupunnar (The Hour of the Lynx, I loosens time)
Dönsk spennumynd sem lofar góðu.  6.8 (72 atkv.)

Blue is the Warmest Color (La vie d’Adèle)
Frönsk mynd sem hefur fengið mikla athygli, sérstaklega lesbísk sena í myndinni. 7.2 (933 atkv.)

Auk þess er alltaf skemmtilegt að fara á stuttmyndapakkana, en þeir eru að þessu sinni þrír.

Aðrar myndir sem fá háa einkun á IMDb
September 7.7 (9 atkv.)
Betlehem  7.5 (39 atkv.)
Soundbreaker  7.6 (37 atkv.)
The Moo Man  7.6 (39 atkv.)
Aska 8.3 (10 atkv.)

Að lokum viljum við hvetja þig til að láta okkur endilega vita ef þú sérð mynd sem þú vilt mæla sérstaklega með, með því að senda okkur póst á kvikmyndir@kvikmyndir.is eða hafa samband á Facebook síðu okkar.

Hér er svo heildaryfirlit yfir allar myndir á RIFF á kvikmyndir.is, þar sem er að finna, eins og áður sagði, stiklur úr myndunum, söguþræði og fleira.

Góða skemmtun á RIFF.

 

Stikk: