Affleck leikstýri Batman vs. Superman

Kvikmyndaleikarinn James Franco hefur skoðanir á ráðningu Ben Affleck í hlutverk Batman, í myndinni Batman vs. Superman, eða Man of Steel 2. Honum finnst að Affleck henti vel í hlutverkið og eigi sjálfur að leikstýra myndinni, í stað Zack Snyder:  „Mér finnst hann hafa sannað sig núna bæði sem leikari og leikstjóri, en mig langar að segja að hann er bestur í myndunum sem hann leikstýrir sjálfur,“ segir James Franco, sem sjálfur hefur leikið í ofurhetjumyndum, en hann lék undir stjórn Sam Raimi í Spider-Man myndum hans.

affleck franco

Franco er núna á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada að kynna mynd sína Child of God sem Palo Alto leikstýrir.

„Kannski ætti hann sjálfur að leikstýra myndinni. Já, mér finnst hann ætti að gera það.“

Ráðning Affleck í hlutverk Batman hefur hlotið blendnar viðtökur en Franco er ánægður með ráðninguna.

ben affleck

Daredevil [ ofurhetjumynd sem Ben Affleck lék aðalhlutverkið í ] var ekki uppáhalds myndin mín, en ég er ekkert að erfa það við Ben,“ sagði Franco. „Sem leikari, þá getur þetta verið dálítið klikkað og þú getur verið rosalega góður, þú stendur þig vel, en ef myndin sjálf er ekki góð, þá er þér kennt um það … það er klikkuð hugsun.“

Ben Affleck  var tilkynntur sem Batman þann 22. ágúst sl. í framhaldsmynd Zack Snyder, Man of Steel 2. Henry Cavill mun endurtaka hlutverk sitt sem Superman.

„Ég held að hann verði góður Batman,“ sagði Franco.

affleck

Liam Neeson, sem lék Ra´s al Ghul í Batman myndum Christopher Nolan er sammála Franco. „Hann mun standa sig vel,“ sagði hann í Toronto þar sem hann var við frumsýningu myndarinnar Third Person.