Jagger gerir bíómynd um Presley

elvis-presleyLast King of Scotland leikstjórinn Kevin MacDonald ætlar að leikstýra ævisögulegri bíómynd um rokkkónginn Elvis Presley, Last Train to Memphis, fyrir framleiðslufyrirtækið Fox 2000.

Myndin verður byggð á ævisögu Peter Guralnick frá árinu 1995 og fjallar um Elvis á yngri árum, og hvernig hann breyttist úr menntaskólastrák og yfir í eina skærustu stjörnu heims nánast á einni nóttu.

Mick Jagger söngvari Rolling Stones, og Victoria Pearman framleiða í gegnum framleiðslufyrirtækið Jagged Films ásamt Steven Bing.  John Fusco skrifar handritið.

Samkvæmt frétt Variety þá hefst nú leitin að leikara í hlutverk Elvis á yngri árum, en sú leit fer meðal annars fram á vefsíðunni Young Elvis Presley  þar sem leikarar geta sent inn upptökur af söng sínum og sungið m.a. sex til átta takta af hvaða Presley lagi sem er.

Jagger hefur látið sig ævisögulegar myndir um rokkstjörnur varða upp á síðkastið, enda er það „hans tebolli“ hlýtur að vera. Hann er meðal framleiðenda á ævisögulegri mynd um sálarsöngvarann James Brown og sömuleiðis mynd um Chadwick Boseman. Einnig kom hann að framleiðslu tónlistarsjónvarpsþátta sem gerast á áttunda áratug síðustu aldar, fyrir HBO sjónvarpsstöðina, með þeim Terence Winter og Martin Scorsese.

Fox 2000 gerði hina vinsælu ævisögulegu mynd um Johnny Cash, Walk the Line, en Reese Witherspoon hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem June Carter, eiginkona Cash.

MacDonald gerði nú nýlega aðra tónlistarmynd, heimildarmyndina Marley, um reggítónlistarmanninn Bob Marley.

Nú er bara að hvetja Elvis eftirhermur landsins til að senda inn upptökur á vefsíðuna!