Cruise efstur, ísmaðurinn annar

Oblivion, nýjasta mynd Tom Cruise er vinsælasta DVD/Blu-ray mynd á Íslandi þessa vikuna, en hún er nú sína aðra viku í efsta sætinu.

oblivion-pic-13

Myndin gerist árið er 2073. Sjóliðsforinginn Jack Harper býr í hátæknilegri háloftastöð og er einn af fáum sem sinna viðgerðum og viðhaldi á alls konar tækjum og vélmennum á jörðu niðri. 60 árum fyrr höfðu verur frá öðrum hnöttum ráðist á Jörðina með þeim afleiðingum að hún varð nánast óbyggileg og snýst starf Jacks um að finna og nýta sem best þær auðlindir sem þar er enn að finna.

Í öðru sæti er hin sannsögulega The Iceman, ný á lista, um leigumorðingja sem drap meira en 100 manns á ferlinum. Í þriðja sæti listans er önnur ný mynd, hin rómantíska Safe Haven. Í fjórða sæti, niður um tvö sæti, er fyrrum toppmynd listans, Identity Thief og í fimmta sæti spennumyndin G.I. Joe: Retaliation.

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar á DVD/Blu-ray.

Smelltu hér til að skoða DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan er svo topplisti vikunnar:

listinnnn

Stikk: