Oprah Winfrey áfram vinsælust

The Butler, myndin um yfirþjóninn í Hvíta húsinu, Cecil Gaines sem þjónaði átta forsetum Bandaríkjanna á árunum 1952 til 1986, er enn í fyrsta sæti bandaríska aðsóknarlistans, eftir sýningar gærdagsins, föstudagsins 23. ágúst, en myndin var toppmynd síðustu helgar.

oprah winfrey

Í myndinni leikur Forest Whitaker aðalhlutverk, en Oprah Winfrey leikur eiginkonu hans.

Gamanmyndin We´re the Millers er í öðru sæti, og er nú búin að þéna um 100 milljónir Bandaríkjadala. Woody Allen myndin Blue Jasmine er níunda vinsælasta myndin í Bandaríkjunum eftir sýningar gærdagsins en myndin er farin í meiri dreifingu í Bandaríkjunum en nokkur önnur mynd Allens hefur fengið til þessa, eða á 1.200 bíótjöld, eins og við sögðum frá í vikunni. 

Nýjar myndir á lista eru gamanmyndin The World’s End, lokamyndin í þríleik þeirra Simon Pegg og Nick Frost, en hinar eru Hot Fuzz og Shaun of the Dead, og einnig ný á lista er ævintýramyndin The Mortal Instruments: City Of Bones og hryllingsmyndin You’re Next.

 

Hér fyrir neðan er topp tíu listinn í Bandaríkjunum eftir sýningar föstudagsins 23. ágúst:

1. Lee Daniels’ The Butler 

2. We’re The Millers

3. The Mortal Instruments

4. The World’s End 

5. You’re Next

6. Planes 3D 

7. Elysium 

8. Percy Jackson: Sea Of Monsters 3D 

9. Blue Jasmine 

10. Kick-Ass 2