Gilliam spyr enn að tilgangi lífsins – Nýtt plakat

Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýjustu mynd Monty Python leikstjórans Terry Gilliam, The Zero Theorem, en miðað við það sem sjá má á plakatinu þá er þetta spennandi heimur sem hann er staddur í, eins og svo oft áður í myndum sínum.

Gilliam hefur gert myndir eins og Twelwe Monkeys, The Brothers Grimm, The Fisher King, Brazil, Time Bandits og The Meaning of Life svo einhverjar séu nefndar.

first-poster-for-terry-gilliams-the-zero-theorem-revealed-143277-a-1377155760-470-75

 

Myndin fjallar um tölvuhakkara sem hefur það að markmiði að komast að ástæðunni fyrir tilvist mannsins, en hann er sífellt truflaður af Yfirstjórninni; í þetta sinn þá senda þeir ungling og munúðarfulla kona til að trufla hann.

Í yfirlýsingu ber leikstjórinn myndina saman við hina sígildu mynd sína Brazil frá 1984. „Þegar ég gerði Brazil árið 1984, þá var ég að reyna að mála mynd af heiminum sem ég taldi að við lifðum í þá,“ segir Gilliam. „The Zero Theroem er leifturmynd af heiminum sem ég held að við búum í í dag.“

Hann sagði jafnframt að handrit Pat Rushin fjallaði á „fyndin, heimspekilegan og áhrifaríkan“ hátt um tilvistarlegar hugmyndir. Hann segir einnig að myndin muni spyrja ýmissa spurninga eins og: Hvað veitir okkur tilgang í lífinu? Hvað færir okkur hamingju? Getum við einhverntíman verið ein með sjálfum okkur í sífellt tengdari og samanþjappaðri heimi? Er þessum heimi stjórnað, eða er hann stjórnlaus?

Stórar spurningar …. Nú er bara að bíða eftir myndinni og vona að hún svari einhverjum þeirra.