Persónuþjófur tekur toppsætið

Ný mynd, gamanmyndin Identity Thief, hefur tyllt sér á toppinn á íslenska DVD/Blu-ray listanum. Myndin fjallar um Sandy Patterson sem er kurteis fjölskyldumaður sem býr í Denver í Colorado og kemst að því einn góðan veðurdag að búið er að tæma bankareikninga hans og fullnýta kreditkortaheimildirnar auk þess sem hann er skyndilega orðinn eftirlýstur af alríkislögreglunni fyrir að mæta ekki fyrir rétt í Miami í Flórída.

Identity Thief

Í öðru sæti á listanum er önnur gamanmynd, This is 40, en hún stendur í stað á milli vikna. Í þriðja sæti er toppmynd síðustu viku, Snitch, og í fjórða sæti er ný mynd á lista, Hansel & Gretel: Witch Hunters.  Í fimmta sæti og stendur í stað á milli vikna er síðan myndin Side Effects. 

Fjórar aðrar nýjar myndir eru á listanum. Dávaldurinn kemur beint inn í 8. sætið, Anna Karenina kemur ný inn í 14. sætið, Quarted kemur beint inn í 17. sætið og að lokum er það People Like Us sem kemur glæný inn í 19. sætið á listanum.

Smelltu hér til að skoða nýútkomnar og væntanlegar myndir á DVD og Blu-ray. 

Smelltu hér til að skoða DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu DVD/Blu-ray mynda á Íslandi í dag.

listinn