Stuttfréttir – Cage og C-in þrjú

karl-urban-talks-possibility-of-dredd-sequel-140717-a-1374483124-470-75Stórmyndin Pacific Rim er vinsælasta myndin í heiminum í dag. Warner Bros segir að tekjur myndarinnar eftir síðustu helgi utan Bandaríkjanna séu komnar 500 þúsund Bandaríkjadölum fram úr áætlunum. Myndin hefur þénað 110,9 milljónir dala utan Bandaríkjanna og 178,5 milljónir dala alls ef Bandaríkin eru talin með.

 

Syfy sjónvarpsstöðin, sem gerði Sharknado, ætlar að gera sjónvarpsþætti eftir Bruce WillisBrad Pitt myndinni 12 Monkeys. 

Ruðningskappinn og kvikmyndaleikarinn O.J. Simpson vill fá hlutverk í sjónvarpsþáttunum Anger Management. „O.J. myndi leika lítið eitt breytta útgáfu af sjálfum sér – frægan fanga sem er fúll yfir því að hafa verið settur ranglega í fangelsi,“ segir Norman Pardo talsmaður Simpson. Hugmyndin má þó teljast fremur ólíkleg þar sem Simpson afplánar nú 33 ára dóm í fangelsi í Nevada.

Leikstjórinn Karl Urban vill gera framhaldsmynd af Dredd. Framleiðandi fyrri myndarinnar er þó tregur til, enda gekk myndin ekki nógu vel í bíó. „Sala á DVD diskum hefur gengið fantavel,“ segir Urban. „Ég held að 650 þúsund eintök hafi selst í fyrstu vikunni eftir að myndin var gefin út.“ Ef þú vilt hjálpa Urban þá er hægt að senda skilaboð hér. 

Nicolas Cage segir að það ríki ákveðinn misskilningur um sig í kvikmyndaheiminum og hjá gagnrýnendum, sem sé að hann vilji aðeins leika ýktar persónur og hann geri hvað sem er fyrir peninga. Hann sagði að einnig ríkti misskilningur hvað hann varðaði, sem hann skýrir sem C-in þrjú. „Castles, comic books, cars,“ eða kastalar, teiknimyndasögur og bílar. „Þetta er internetinu að kenna,“ segir Cage í samtali við The Guardian.