Affleck í mynd David Fincher

Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn, leikarinn og handritshöfundurinn Ben Affleck, á nú í viðræðum um að leika aðalhlutverkið í nýjustu mynd leikstjórans David Fincher, Gone Girl, að því er Deadline greinir frá.

ben affleck

Myndin er byggð á skáldsögu Gillian Flynn. Affleck myndi leika eiginmann konu sem hverfur daginn sem þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli, og allt bendir til að hann hafi myrt hana.

Flynn skrifaði sjálfur fyrstu drög að handritinu, en nú er hann að endurrita handritið ásamt Fincher. Ekki er búið að ráða í aðalkvenhlutverkið ennþá.

Samkvæmt Deadline þá kemur þessi hugsanlega ráðning Affleck á óvart þar sem hún myndi þýða að Warner Bros kvikmyndaverið frestaði næsta leikstjórnarverkefni Affleck, sem hann ætlar að leika í einnig, sem er kvikmyndagerð bókarinnar Live By Night eftir Dennis Lehane.

Tökur á Gone Girl eiga að hefjast í haust, en Live By Night á að vera tilbúin í lok næsta árs, þannig að Affleck mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni ef af þessu öllu verður.

Live By Night fjallar um svartan sauð, son lögregluforingja sem flækist í skipulagða glæpastarfsemi. Affleck tekur þátt í framleiðslunni, rétt eins og hann gerði í Óskarsverðlaunamyndinni Argo, sem hann leikstýrði einnig og lék aðalhlutverkið í.

Gone Girl er næsta verkefni David Fincher, en hann mun ljúka tökum á myndinni áður en hann snýr sér að Disneymyndinni 20.000 Leagues Under The Sea: Captain Nemo.

Sem leikari þá mun Affleck næst sjást í myndinni Runner Runner, sem er spennu-drama, sem gerist í heimi fjárhættuspila á aflandseyjum. Með honum í þeirri mynd leika Justin Timberlake, Anthony Mackie og Gemma Arterton

Runner Runner kemur í bíó 27. september nk.

Sjáðu stikluna úr Runner Runner hér fyrir neðan: