Skrítnar hugmyndir sigra Hobbita

Óskarsverðlaunamyndin Silver Linings Playbook sem fjallar um mann með geðraskanir og skrítnar hugmyndir, tyllir sér á topp íslenska DVD / Blu-ray listans á sinni annarri viku á lista, og fer upp um fimm sæti.

Í öðru sæti er Peter Jackson myndin The Hobbit: An Unexpected Journey og í þriðja sæti sannsögulega hamfaramyndin The Impossible með þeim Ewan McGregor og Namoi Watts í aðalhlutverkum.

Í fjórða sæti á listanum er svo Nicolas Cage í spennumyndinni Stolen og myndin sem fékk Óskarsverðlaunin sem besta mynd síðasta árs, Argo, er í fimmta sæti.

Fjórar nýjar myndir eru á listanum. Teiknimyndin Rise of the Guardians fer beint í sjötta sæti listans, Fire With Fire sem fjallar um slökkviliðsmanninn Jeremy Coleman er í sjöunda sæti, Jane Mansfield´s Car eftir Billy Bob Thornton er ný í 17. sætinu og í 18. sætinu situr svo búningamyndin A Royal Affair

Sjáðu lista 20 vinsælustu mynda á DVD og Blu/ray hér fyrir neðan: