Tvær stuttar – Hotel Chevalier & Doodlebug

Tvær stuttar er nýr liður hjá okkur og kynnum við tvær ólíkar stuttmyndir í hverri viku fyrir lesendum. Við byrjum á að sýna ykkur nýlega stuttmynd eftir Wes Anderson og eina gamla stuttmynd eftir Christopher Nolan.

Myndin eftir Wes Anderson heitir Hotel Chevalier. Hún var gerð á sama tíma og kvikmyndin hans The Darjeeling Limited og er einhverskonar hliðarsaga af þeirri mynd. Aðalpersóna The Darjeeling Limited situr á hóteli og fær símtal frá gamalli vinkonu. Með aðalhlutverk fara Jason Schwartzman og Natalie Portman.

Seinni myndin heitir Doodlebug eftir Christopher Nolan og er gerð árið 1997. Stuttmyndin minnir á kvikmyndina Memento og fjallar um mann í geðshræringu sem notast við skó til að elta uppi eitthvað sem dvelur í ímyndunarafli hans.