Framtíðin er vinsæl – Looper áfram á toppnum

Framtíðartryllirinn Looper heldur toppsætinu á íslenska DVD/Blu-ray listanum, aðra vikuna í röð. Myndin er vísinda- og framtíðartryllir um mann, Joe, sem stendur andspænis því óvenjulega verkefni að taka sjálfan sig af lífi.

Í öðru sæti á listanum er kosningagamanmynd þeirra Zack Galifianakis og Will Ferrel, The Campaign, ný á lista. Í þriðja sæti, niður um eitt sæti,  er síðan hrollvekjan House At The End of the Street, með hinni Óskarstilnefndu Jennifer Lawrence í aðalhlutverkinu.

Í fjórða sæti situr síðan geimverugamanmyndin The Watch, og fer upp um þrjú sæti úr sjöunda sætinu. Í fimmta sætinu, niður um eitt sæti, er svo bannáramyndin Lawless, en hún er búin að vera í sex vikur á listanum.

Á listanum eru tvær aðrar nýjar myndir. Í níunda sætinu situr Premium Rush með Joseph Gordon-Levitt í aðalhlutverkinu og einnig ný á lista er síðan hin sígilda Shawshank Redemption en hún er nú endurútgefin á DVD.

Sjáið 20 vinsælustu myndirnar á Íslandi á DVD og Blu-ray hér að neðan.