Guns N´Roses með þrívíddarmynd

Rokkararnir í Guns´N Roses ætla að gefa út sína eigin tónleikamynd í þrívídd. Þar með feta þeir í fótspor Katy Perry og Justin Bieber sem hafa gert slíkt hið sama.

Hljómsveitin spilaði á tólf tónleikum í Las Vegas síðasta haust á staðnum Hard Rock Hotel & Casino. Tónleikamyndin hefur að geyma myndefni frá einum tónleikanna þar sem spiluð voru lög af fyrstu plötunni Appetiete For Destruction og allt til þeirrar nýjustu Chinese Democracy.

Titillinn myndarinnar er Appetite for Democracy og kemur hún í bíó í Bandaríkjunum og Kanada síðar á þessu ári.

Stikk: