Leikstjóri Paradísarbíósins með nýja mynd

Ítalski leikstjórinn Giuseppi Tornatore heillaði heimsbyggðina árið 1988 með hinni hjartnæmu Cinema Paradiso, eða Paradísarbíóið, en í henni er sögð saga kvikmyndagerðarmanns sem rifjar upp æsku sína og vináttu við sýningarmanninn í kvikmyndahúsinu í bænum sem hann bjó í.

Nýjasta mynd Tornatore er nýkomin í bíó, en þar er á ferðinni myndin The Best Offer. Myndin er á ensku og á lítið skylt með Paradísarbíóinu, nema þá aðallega fyrir stílbrögðin.

Í myndinni leikur ástralski leikarinn Geoffrey Rush uppboðshaldara í listmunahúsi sem verður heltekinn af konu, sem leikin er af Sylvia Hoeks, sem erft hefur mikla peninga og safnar myndlist.

Sjáðu stikluna hér að neðan:

Söguþráðurinn er annars þessi: Listmunasala er fengið það verkefni að sjá um sölu á safni af listmunum úr gamalli byggingu, sem er lífsreynsla sem mun breyta honum til frambúðar.

Í myndinni leika einnig Donald Sutherland og Jim Sturgess.

Myndin var frumsýnd á Ítalíu fyrr í þessum mánuði, en óvíst er með sýningar í Bandaríkjunum eða í öðrum löndum.