Nagisa Ôshima er látinn

Japanski leikstjórinn og handritshöfundurinn Nagisa Ôshima, fæddur í Kyoto, er látinn. Hann var 80 ára þegar hann lést.

Nagisa Ôshima er þekktastur fyrir myndina Merry Christmas, Mr. Lawrence og hina mjög svo umdeildu In The Realm Of The Senses.

Í frétt Empire kvikmyndaritsins af dauða leikstjórans segir að Ôshima hafi sem ungur leikstjóri barist gegn því sem hann sá sem hefðbundna japanska kvikmyndagerð. Hann hafi hætt í háskóla í Kyoto og farið í til Tókýó og verið einn af forvígismönnum nýbylgju í japanskri kvikmyndagerð með myndum eins og  A Town Of Love And Hope, sem var fyrsta myndin hans og var frumsýnd árið 1959, The Sun’s Burial og Night And Fog In Japan.

Í kjölfarið fylgdu ýmsar myndir þar sem hann barðist gegn ritskoðun og var gagnrýninn á umhverfi sitt. Hámarkinu í þeim efnum náði hann í myndinni  In The Realm Of The Senses frá 1976 en myndin er enn umtöluð fyrir að reyna á þolmörkin hvað varðar (alvöru) kynlíf og kynferðisofbeldi. Myndin var ritskoðuð í nánast öllum löndum þar sem hún var sýnd.

Í vestrænu samfélagi var Ôshima best þekktur fyrir kvikmyndagerð sína á skáldsögu Laurens van der Post’,  Merry Christmas, Mr. Lawrence en þar komu saman hæfileikamenn eins og David Bowie, Takeshi Kitano og Ryuichi Sakamoto.

Myndin fjallaði um stíðsfanga, og var lofuð fyrir  frammistöðu leikaranna.

Ôshima fékk slag árið 1996 en sneri aftur í kvikmyndirnar þremur árum síðar til að gera búningamyndina Taboo, sem varð síðasta leikna myndin hans.