Die Hard leikstjóri á leið í fangelsi

Die Hard leikstjórinn John McTiernan hefur tapað áfrýjunarmáli sem hann höfðaði til að fá eins árs fangelsisdóm felldan niður. McTiernan var sakfelldur fyrir að ljúga að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í hlerunarmáli.

Leikstjórinn, sem er 62 ára gamall, var dæmdur í fangelsi árið 2010 eftir að hafa lýst sig saklausan af að ljúga til um ráðningu einkaspæjara til að hlera kvikmyndaframleiðanda.

McTiernan hafði gengið laus gegn tryggingu á meðan fjallað var um áfrýjunina, en nú hefur hæstiréttur Bandaríkjanna neitað að taka málið upp á ný.

Nú er búist við því að dómari sendi McTiernan í fangelsi.

Eftir fangelsisdvölina mun leikstjórinn, sem einnig leikstýrði The Hunt for Red October og Predator, verða eftir eftirliti næstu þrjú árin á eftir.

Upprunalega var McTiernan sakaður um að ljúga um að hafa ráðið fyrrum „fræga fólks“ einkaspæjarann Anthony Pellicano til að hlera kvikmyndaframleiðandann Chuch Roven, eftir að þeir unnu saman að myndinni Rollerball.

McTiernan lýsti sig sekan árið 2006 eftir að FBI komst yfir upptöku þar sem mennirnir tveir ræða hlerunina, en síðar dró hann yfirlýsinguna til baka.

Pellicano var sakfelldur fyrir 78 glæpi árið 2008, fyrir að vera með í fórum sínum einkagögn frá ýmsum Hollywood stjörnum, þar á meðal Sylvester Stallone.

Hann afplánar nú 15 ára fangelsisdóm, fyrir hleranir, svik og brask.