Fótboltaspil – Ný kitla

Það er þónokkuð algengt að sjá leikstjóra vinsælla teiknimynda færa sig yfir í leiknar myndir, sbr. þegar Phil Lord og Chris Miller leikstjórar Cloudy With a Chance of Meatballs gerðu 21 Jump Street. Það er ekki eins algengt að sjá leikstjóra fara hina leiðina, þ.e. færa sig frá leiknum myndum í teiknimyndir, þó við höfum dæmi eins og þegar Gore Verbinski gerði Rango.

Nú hefur nýr leikstjóri bæst í síðarnefnda hópinn, en það er Óskarsverðlaunaleikstjórinn spænski Juan Jose Campanella, en hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir mynd sína The Secret In Their Eyes.

Campanella er leikstjóri teiknimyndarinnar Foosball, eða Metegol eins og hún heitir á spænsku, en myndin er væntanleg á þessu ári, 2013. ( Íslensk þýðing er væntanlega Borð-fótboltaspil )

Nú er komin ný kitla fyrir myndina, sem er hægt að sjá hér að neðan:

Foosball er þrívíddarteiknimynd og er byggð á smásögunni Memoirs of a Right Winger eftir hinn þekkta argentíska rithöfund Roberto Fontanarrosa. Eduardo Sacheri skrifar handrit teiknimyndarinnar upp úr sögunni.

Myndin er samframleiðsla argentínskra og spænskra aðila og Sergio Pablos, aðalframleiðandi og hugmyndasmiður teiknimyndarinnar Despicable Me, stýrir tæknilegri hlið verkefnisins.

Sjáðu plakatið hér að neðan:

Í myndinni er sögð sagan af Amadeo, feimnum en hæfileikaríkum strák og af foosball liði sem er að reyna að ná saman á nýjan leik, eftir að hafa verið leyst upp. Með hjálp foosball leikmannanna þá mun Amadeo þurfa að mæta versta mótherja sínum á vellinum: Meistaranum, eða The Champ.

Undir liðsstjórn hins töfrandi Right Winger, eða kantspilara, þá lenda foosball leikmennirnir og Amadeo í miklum ævintýrum.

Stikk: